6 Júlí 2012 12:00

Laugardaginn 7. júlí eru fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir á Kringlumýrarbraut í Reykjavík. Um er að ræða kaflann til norðurs frá Fossvogi að Miklubraut, en vegna þessa verður frárein af Nýbýlavegi í Kópavogi lokuð frá kl. 7.30 – 12. Eftir hádegi laugardaginn 7. júlí eru fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir á Kringlumýrarbraut til suðurs, frá Miklubraut og rétt suður fyrir Listabraut. Unnið verður á einni akrein í einu og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega um vinnusvæðið. Vegna framkvæmdanna á þessum vegkafla má búast við minniháttar umferðartöfum.