30 Október 2012 12:00

Frá og með hádegi á morgun, miðvikudaginn 31. október, verður lokað fyrir umferð norður Álfheima, þ.e. á milli Suðurlandsbrautar og Gnoðarvogs. Það er gert vegna vinnu við hjóla- og göngustíga, en áætlað er að verkið taki um eina viku. Í fyrramálið verður hins vegar opnað aftur fyrir umferð suður Álfheima, einnig á milli Suðurlandsbrautar og Gnoðarvogs, en  þar hafa líka staðið yfir framkvæmdir af sama toga.