3 Október 2012 12:00

Í kvöld er ráðgert að vinna við malbiksviðgerðir í Skeiðarvogi í Reykjavík á brúnni yfir Miklubraut. Vegna þessa þarf að loka götunni í báðar áttir til og frá Sogavegi, en aðrein á Miklubraut til austurs verður opin. Áætlaður vinnutími er frá kl. 19-22.