13 Desember 2012 12:00

Frá og með föstudeginum 14. desember verður lokað fyrir umferð um hluta Súðarvogs í Reykjavík, þ.e. á milli Dugguvogs og Knarrarvogs. Þetta er gert vegna vinnu við gerð hjóla- og göngustígs, en áætlað er að verkið taki um eina viku. Dugguvogi var lokað um tíma af sömu ástæðu, en seinnipartinn í dag stóð til að opna þar fyrir umferð á nýjan leik.