25 Nóvember 2019 12:13

Næstu þrjár vikurnar eða svo verður lokað fyrir umferð um frárein frá Reykjanesbraut úr vestri að Krýsuvíkurvegi (SV-rampur við Krýsuvíkurgatnamót). Þetta er gert vegna breikkunar Reykjanesbrautar, en bent er á hjáleið um Strandgötu og Ásbraut.