1 Nóvember 2004 12:00

Eiginmaður konunnar, sem fannst látin á heimili sínu í Hamraborg í nótt, játaði við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Kópavogi að hafa orðið henni að bana. Virðist sem þrengt hafi verið að öndunarvegi konunnar og það leitt til köfnunar. Læknisfræðilegar niðurstöður um lát konunnar liggja þó ekki fyrir og því ekki hægt að fullyrða um dánarorsök á þessari stundu.

Maðurinn var færður fyrir héraðsdóm Reykjaness nú síðdegis þar sem lögreglan gerði kröfu um að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember n.k.. Rannsókn málsins heldur áfram.