1 Mars 2012 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna að atviki er varð á Skothúsvegi við Tjarnargötu í Reykjavík föstudagskvöldið 24. febrúar klukkan 22.20. Þar var reynt að þvinga stúlku, sem var fótgangandi á vesturleið, inn í hvítan sendibíl sem var staðsettur á gangstétt við götuna. Stúlkan, sem hefur lagt fram kæru vegna málsins, segir að 3-4 konur hafi átt leið hjá þegar þetta gerðist og við það hafi komi styggð að þeim sem ætlaði að svipta hana frelsi og færa í bílinn, eins og áður sagði. Talið er að konurnar hafi verið á dökkleitum smábíl en lögreglan biður þær að gefa sig fram. Aðrir sem kunna að geta varpað ljósi á málið eru sömuleiðis beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 eða senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is