7 Desember 2007 12:00

Tveir karlar voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Annar var stöðvaður í Hafnarfirði en hinn í Garðabæ. Sá eldri er tæplega hálfsextugur en sá yngri er rúmlega tvítugur. Á sama tímabili voru tveir aðrir karlar á þrítugsaldri teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en þeir voru báðir stöðvaðir í Reykjavík. Annar þeirra reyndist jafnframt vera próflaus en hann var með tvo farþega í bílnum. Annar karl á þrítugsaldri var stöðvaður í Kópavogi um hádegisbil í gær en sá hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Þá var fimmtán ára piltur stöðvaður á Bústaðavegi í gærkvöld en hann hafði tekið bíl foreldra sinna án þeirrar vitundar.