23 Desember 2019 11:30
Friðarganga er gengin á Þorláksmessu venju samkvæmt og hefst hún kl. 18, en vegna hennar þarf að loka tímabundið fyrir umferð á Laugavegi á milli Snorrabrautar og Barónsstígs, þar sem göngufólkið safnast saman, frá kl. 17 í dag, en lokuninni verður aflétt þegar gangan er komin niður fyrir Barónsstíg. Jafnframt verður ekki hægt að komast inn og út úr bílastæðahúsi við Laugaveg 94 (Stjörnuporti) á milli kl. 17 og 18.30.