5 Október 2010 12:00

Þúsundir manna voru á Austurvelli í gærkvöld þegar forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi. Fólkið var samankomið til að láta óánægju sína í ljós með stöðu mála í þjóðfélaginu en talið er að yfir sjö þúsund manns hafa verið í miðborginni þegar mest var. Mótmælendur voru almennt til fyrirmyndar og aðeins mjög lítill hluti þeirra lét ófriðlega en grjóti, glerflöskum og matvælum var grýtt í lögregluna. Þrír lögreglumenn urðu að leita sér aðhlynningar vegna þessa en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Einhverjar skemmdir urðu á ráðherrabílum og þá brotnuðu um þrjátíu rúður í Alþingishúsinu.