14 Nóvember 2019 07:42

Lögreglan minnir vegfarendur á að fara varlega í umferðinni, en þennan daginn er dálítið frost á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfsagt þurfa margir ökumenn í umdæminu að grípa til rúðusköfunnar áður en lagt er af stað enda nauðsynlegt að sjá vel út um bílgluggann á þessum árstíma sem öðrum.