Mynd: Reykjavíkurborg
8 Júní 2020 11:49

Það er í mörg horn að líta hjá nýja lögreglustjóranum okkar, henni Höllu Bergþóru Björnsdóttur. Hún þarf vitaskuld að hitta mann og annan og þeir eru því margir fundirnir á dagskránni hjá lögreglustjóranum. Einn slíkur var haldinn fyrir helgina en þá fór lögreglustjórinn, ásamt Ásgeiri Þór Ásgeirssyni yfirlögregluþjóni, til fundar við borgarstjórann í Reykjavík, Dag. B. Eggertsson. Ýmislegt var rætt á fundinum og ekki ólíklegt að samkomuhald í borginni hafi borið á góma, en það verður með öðrum hætti þetta sumarið en við eigum að venjast. Fjallað var um fund lögreglustjóra og borgarstjóra á heimasíðu Reykjavíkurborgar og birtar nokkrar myndir frá heimsókninni.

Heimasíða Reykjavíkurborgar