13 Janúar 2021 12:20

Nær allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar á Bústaðavegi í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Bústaðaveg í vesturátt, á móts við Bústaðakirkju. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 234 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum nema einu ekið á löglegum hraða. Hinn brotlegi mældist á 59 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði.

Vöktun lögreglunnar á Bústaðavegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að rigning var á meðan hraðamælingunni stóð.