24 Maí 2011 12:00

Allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar á Háaleitisbraut í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Háaleitisbraut í vesturátt, við innkeyrslu að húsum nr. 15-17. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 271 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum ekið á löglegum hraða en þarna er 50 km hámarkshraði.