10 Október 2013 12:00

Aðeins eitt hraðakstursbrot var myndað á Laufásvegi í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið norður Laufásveg. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 22 ökutæki þessa akstursleið og því ók aðeins 5% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Hraði þess brotalega var 42 km/klst. en þarna er 30 km hámarkshraði. Til fyrirmyndar!

Mælingin er liður í umferðareftirliti lögreglu en lögreglu hafði borist ábending um hraðakstur þarna, gegnum fésbókarsíðu lögreglunnar.