29 Júlí 2015 10:31
Langflestir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar á Strandgötu í Hafnarfirði í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Strandgötu í norðurátt, á móts við Strandgötu 69. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 475 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum nema sex, ekið á löglegum hraða og brotahlutfallið því aðeins um 1%. Meðalhraði hinna brotlegu var 64 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 72.
Vöktun lögreglunnar á Strandgötu er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.