16 Maí 2013 12:00

Nær allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar á Suðurlandsvegi  á Sandskeiði í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Suðurlandsveg í vesturátt. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 196 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum nema sex, ekið á löglegum hraða en þarna er 90 km hámarkshraði. 

Meðalhraði hinna brotlegu var 103 km/klst, en sá sem hraðast ók mældist á 107.

Vöktun lögreglunnar á Suðurlandsvegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.