27 Nóvember 2013 12:00
Allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar í Hvalfjarðargöngum í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hvalfjarðargöng í norðurátt, um 1 km frá syðri munni gangnanna. Á einni klukkustund, rétt eftir hádegi, fóru 92 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum ekið á löglegum hraða, en þarna er 70 km hámarkshraði. Meðalhraði ökumanna var 68.
Vöktun lögreglunnar í Hvalfjarðargöngunum er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.