30 Desember 2014 18:06

Að gefnu tilefni eru hrossa- og gæludýraeigendur beðnir um að huga vel að dýrum sínum vegna flugeldaskota á gamlárskvöld, en slíkar sprengingar kunna að valda dýrunum ofsahræðslu. Sérstaklega eru eigendur hesta beðnir um að gera ráðstafanir vegna hesta í haga. Hægt er að fyrirbyggja slys með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana fyrir gamlárskvöld, sem og þrettándann, en um þetta er fjallað sérstaklega í mjög áhugaverðum pistli á heimasíðu Matvælastofnunar. Hann nefnist Dýravelferð um áramót, en pistilinn má nálgast hér.