1 Júní 2018 15:26

Héraðsdómur Suðurlands hefur í dag fallist á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að framlengt skuli gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa orðið valdur að bana bróður síns á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu þann 31. mars s.l. allt til 22. júní n.k.   Rannsókn málsins er lokið, unnið er að frágangi gagna og verður það sent Héraðssaksóknara til ákærumeðferðar á næstu dögum.