4 Maí 2018 16:24

Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag, með úrskurði sínum,  gæsluvarðhald yfir manni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu fyrr í vor.   Núverandi gæsluvarðhald rennur út á mánudag, þann 7. maí og er framlengt í 4 vikur frá þeim degi, n.t.t.  til kl. 16:00 þann 4. júní n.k.

Rannsókn málsins miðar vel og standa vonir til þess að unnt verði að afgreiða það fullrannsakað til héraðssaksóknara í maí.