13 Júní 2021 17:48

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald, eða til föstudagsins 18. júní, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á hnífstungumáli í Hafnarstræti í nótt. Rannsókn málsins miðar vel en ekki verða gefnar frekari upplýsingar að svo stöddu.