16 Janúar 2007 12:00

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. janúar. Maðurinn, sem er fæddur árið 1980, er grunaður um kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum á aldrinum 5-12 ára. Meint brot áttu sér stað í Vogahverfinu í Reykjavík síðdegis í gær en maðurinn var handtekinn um kvöldmatarleytið sama dag.

Það er kynferðisbrotadeild LRH sem rannsakar málið.