6 Febrúar 2009 12:00
Karl á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn, sem var handtekinn í nótt, er grunaður um aðild að andláti konu á fertugsaldri en lík hennar fannst í Kapelluhrauni í Hafnarfirði í gær. Maðurinn var sambýlismaður hinnar látnu.