18 Mars 2021 13:43

Kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar m.a. meint brot mannsins gegn nálgunarbanni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar.