30 Desember 2014 16:24

22550

Vegna Gamlárshlaups ÍR á morgun, miðvikudaginn 31. desember, verður nyrðri akbraut Sæbrautarinnar lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 11.30. Lokað verður við Holtaveg, en öllum tengingum inn á nyrðri akbrautina er sömuleiðis lokað. Búist er við að umferð verði hleypt aftur á götuna um kl. 13.30. Hlaupið hefst við Hörpu og lýkur þar einnig þegar keppendur hafa lagt að baki 10 km. Á kortinu hér að neðan má sjá bæði hlaupaleiðina, sem og fyrirhugaða lokun á Sæbraut.