5 September 2020 10:44

Svona var umhorfs í Reykjavík í eina tíð, en glöggir lesendur taka auðvitað eftir því að þarna er vinstri umferð við lýði. Myndirnar, sem eru teknar á mótum Lækjargötu og Fríkirkjuvegar, sýna þegar lögreglumaðurinn Sigurður M. Þorsteinsson stýrir hópi skólabarna yfir götuna af öryggi og festu. Sigurður, sem starfaði lengi í lögreglunni í Reykjavík eða frá 1940-1977, hélt lögreglunámskeið víða um land og var enn fremur einn af stofnendum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og formaður hennar um árabil. Sigurður, sem var skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn árið 1966, var einnig formaður IPA (Íslandsdeildar alþjóðasambands lögreglumanna) um margra ára skeið.

Sigurður M. Þorsteinsson lögreglumaður bíður þess að stýra hópi skólabarna yfir götuna.