3 Október 2020 11:58

Á þessum fallega laugardegi drögum við fram gamla mynd, sem sýnir iðandi mannlíf í miðbænum. Hér eru margir á ferli, m.a. erlendir hermenn, en myndin er einmitt frá stríðsárunum eins og glöggir lesendur tóku strax eftir. Á þessum árum settu dátarnir mikinn svip á bæjarlífið, en það er fleira sem unga fólkinu á 21. öldinni kann að þykja eftirtektarvert á myndinni, t.d. glæsilegur símaklefi sem blasir við á henni miðri. Vonumst annars til að þið öll eigið góða helgi og minnum á það er ávallt betra að flýta sér hægt!