14 Ágúst 2008 12:00

Enn berast lögreglu tilkynningar um garðslátt á ókristilegum tíma. Nær alltaf er kvartað vegna sláttumanna sem eru að störfum mjög seint á kvöldin eða nóttunni. Í gærmorgun barst hinsvegar kvörtun vegna manns sem hafði ráðist í garðslátt á höfuðborgarsvæðinu snemma morguns. Nágrannar hans voru ekki par hrifnir og höfðu samband við lögreglu en málið leysist farsællega. Gera má ráð fyrir að tilkynningum af þessu tagi fækki mjög á næstunni enda er sumarið brátt á enda. Þá hafa sláttuvélar landsmanna lokið hlutverkum sínum í bili og fara aftur í bílskúra og geymslur.