29 Júlí 2015 14:28

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál þar sem stórar gasblöðrur birtust í aðflugsstefnu flugvélar sem var að koma inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli fyrr í dag um kl.12:00. Ekki varð árekstur við atvikið en ekki mátti miklu muna og er atvikið tekið mjög alvarlega.
Blöðrunum virðist hafa verið sleppt í miðbæ Reykjavíkur, mögulega við Hljómskálagarð. Þær voru töluvert stórar en í þeim virtist hanga sílvaningur. Við biðjum alla sem hafa upplýsingar sem geta varpað ljósi á atvik að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, en það er hægt að gera gegnum símann 444-1000, netfangið hakon@lrh.is eða einkaskilaboð gegnum fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.