16 Ágúst 2011 12:00

Gaskútaþjófar hafa verið á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og því ættu eigendur gaskúta að gera ráðstafanir ef þeir mögulega geta, ekki síst þeir sem eru með gaskúta á fellihýsum sínum. Fjórum gaskútum var stolið í Reykjavík og Kópavogi á föstudag og laugardag.