14 Mars 2007 12:00

Þrír gaskútaþjófar voru gripnir í höfuðborginni sl. sunnudagskvöld en þeir stálu gaskútum frá tveimur heimilum í Hafnarfirði. Þegar lögreglan fann þjófana höfðu þeir ítrekað reynt að fá skilagjald greitt fyrir kútana en gengið treglega. Starfsmenn flestra bensínstöðva sáu við þeim en að lokum tókst þjófunum að fá inneignarnótu fyrir ránsfenginn og fannst hún í fórum þeirra. Tveir þjófanna eru 15 ára en sá þriðji töluvert eldri. Þeir voru allir yfirheyrðir á svæðisstöðinni í Hafnarfirði og játuðu brot sín.