11 Ágúst 2011 12:00

Gaskútum var stolið á tveimur stöðum í borginni í gær. Slík mál eru tilkynnt til lögreglunnar á hverju sumri en undanfarin ár hefur gaskútum verið stolið á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Eigendur gaskúta ættu því að gera ráðstafanir ef þeir mögulega geta, ekki síst þeir sem eru með gaskúta á fellihýsum sínum.