30 Ágúst 2010 12:00

Allnokkrum gaskútum var stolið á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Bæði var um ræða gaskúta sem voru teknir af fellihýsum í Grafarvogi og Mosfellsbæ en einnig var gaskútum stolið í innbroti í vesturborginni. Búið er að endurheimta að hluta eða öllu leyti gaskútana sem voru teknir í vesturbænum og einnig gaskúta sem var stolið frá fyrirtæki á öðrum stað í borginni. Á síðastnefnda staðnum sást til þjófanna en lögreglan fann fjóra gaskúta í bíl þeirra.