19 Febrúar 2020 14:27
Lögreglan vekur athygli á þeirri breytingu að umferð eftir Skúlagötu víkur nú fyrir umferð um Frakkastíg og eru vegfarendur beðnir um sýna sérstaka aðgát á gatnamótunum. Breytingin var gerð í framhaldi af nýjum ljósastýrðum gatnamótum Frakkastígs og Sæbrautar, sem voru tekin í notkun í haust, en með þeim kom betri gönguleið frá Frakkastíg að Sólfarinu.