3 Júní 2024 09:08

Sumarið er tími framkvæmda og þennan daginn er áformað að fræsa eða malbika á ýmsum stöðum í borginni ef veður leyfir. Þetta eru eftirtaldar götur: Furumelur, Frostaskjól, Hofsvallagata, Breiðavík og Marteinslaug, en um er að ræða hluta þessara gatna. Á dagskrá er einnig vinna við gatnaviðhald á Víkurvegi yfir Vesturlandsvegi, þ.e. á brúnni milli Grafarvogs og Grafarholts, en framkvæmdatími er áætlaður þrjár klukkustundir og að fyrirhugaðri vinnu þar verði lokið um hádegi. Um er að ræða aðra akreinina yfir brúnna til vesturs, þ.e. frá Grafarvogi til Grafarholts og henni því lokað á meðan.