30 Nóvember 2002 12:00
Lögreglan í Reykjavík kannaði í gær ástand ökumanna sem fóru til og frá Grafarvoginum í því skyni að vinna gegn ölvunarakstri. Kvöldið var það fyrsta í aðgerðum sem verða í desembermánuði, en reynslan hefur sýnt að margir hafa þá verið stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumenn mega vænta þess að sambærilegar aðgerðir lögreglu verði í hinum ýmsu hverfum umdæmisins.
Lögreglan er ánægð með árangurinn, vel flestir þeirra 700 ökumanna sem voru stöðvaðir voru til fyrirmyndar og áberandi hversu vel þeir tóku þeim töfum sem þeir óneytanlega urðu fyrir af þessum sökum. Tveir ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur og þrír réttindalausir auk þess sem einhver tugur ökumanna hafði skirteini sitt ekki meðferðis eins og lög kveða skýrt um.
Ökumönnum var öllum afhentar upplýsingar sem lögreglan hafði tekið saman þar sem fjallað er um ölvunarakstur og getið um refsingar og viðurlög við þeim umferðarlagabrotum.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
Til ökumanna
Lögreglan í Reykjavík vill minna ökumenn á að ölvun og akstur á ekki saman. Hver sem hefur bragðað áfengi skal ekki aka bifreið.
Árið 2001 voru 939 ökumenn stöðvaðir af lögreglunni í Reykjavík vegna gruns um ölvun við akstur.
Í umferðarlögum nr. 50/1987 segir að enginn megi stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki sé hann undir áhrifum áfengis. Í reglugerð með umferðarlögum er nánar kveðið á um sektir og refsingar vegna umferðarlagabrota. Meðfylgjandi eru nokkur dæmi um hugsanlegar refsingar vegna ölvunaraksturs.
Taflan miðast við að um fyrsta brot sé að ræða.
Vínandamagn í blóði
Sektir
Svipting
0.50 – 0.60
50.000
2 mán
0.61 – 0.75
50.000
4 mán
0.76 – 0.90
60.000
6 mán
0.91 – 1.10
70.000
8 mán
1.11 – 1.19
80.000
10 mán
1.20 1,50
100.000
12 mán
Vínandamagn í lofti mg/l
Sektir
Svipting
0.250 – 0.300
50.000
2 mán
0.301 – 0.375
50.000
4 mán
0.376 – 0.450
60.000
6 mán
0.451 – 0.550
70.000
8 mán
0.551 – 0.599
80.000
10 mán
0.600 0,750
100.000
12 mán
(Ath.: Svipting lágmark 12 mánuðir neiti ökumaður að gefa öndunarsýni)
Njótið aðventunnar – Forðist ölvunarakstur
EFTIR EINN EI AKI NEINN