29 Desember 2010 12:00

Það var heldur betur kátt á hjalla þegar nokkrir jólasveinar heimsóttu Barnaspítala Hringsins. Jólasveinarnir léku á alls oddi og skemmtu bæði börnunum, foreldrum þeirra sem og starfsfólki Barnaspítalans. Með þeim í för voru fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þessir aðilar áttu í ákveðnu samstarfi á aðfangadag sem gaf af sér peninga og voru þeir við þetta tækifæri afhentir Barnaspítala Hringsins til ráðstöfunar.