5 Ágúst 2016 11:04

Laugardaginn 6. ágúst verður líf og fjör í miðborginni, en þá er hin árlega Gleðiganga Hinsegin daga á dagskrá. Gengið er frá Vatnsmýrarvegi (rétt hjá BSÍ) kl. 14 og að Arnarhóli, en þar tekur við hátíðardagskrá sem stendur til kl. 17.30. Vegna þessa verður nokkrum götum lokað í miðborginni, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Búast má við fjölmenni og því minnum við sérstaklega á þjónustu strætó, sem og bílastæðahúsin sem hafa ekki alltaf verið vel nýtt á þessum degi.

göturlokanir2016