16 Ágúst 2019 11:37

Á morgun fer Gleðigangan fram sem er hápunktur Hinsegin daga. Gangan er árviss og væntanlega verður mikið um dýrðir. Þess ber að geta að gönguleiðin er breytt frá því í fyrra. Að þessu sinni leggur Gleðigangan af stað frá Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti, stundvíslega kl. 14. Gengið verður eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem taka við glæsilegir útitónleikar að göngu lokinni. Uppstilling byrjar kl.12 en gangan hefst kl. 14. Gönguleiðin og götulokanir vegna hennar má sjá á meðfylgjandi korti. Götulokanir verða á milli kl. 10.00 – 18.00. Við biðjum fólk að gæta þess að virða lokanir, leggja löglega og muna eftir góða skapinu. Gleðilega hátíð!