17 Júní 2022 12:41

Þjóðhátíðardagurinn er oft annasamur hjá lögreglunni og það á ekki síst við um umferðardeildina, en hér eru Ásgeir Þór Ásgeirsson og Árni Friðleifsson með forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, á Bessastöðum í morgun áður en þeim var fylgt til messu í Dómkirkjunni eins og löng hefð er fyrir. Allskonar verkefni koma annars á borð lögreglu á 17. júní, en dagurinn er þó jafnan mjög skemmtilegur enda iðulega létt yfir landsmönnum á þessum merkisdegi í sögu þjóðarinnar.