Góð stemning í Laugardalnum

10 Ágúst 2019 21:57
Síðast uppfært: 12 Ágúst 2019 klukkan 12:53

Stórtónleikar Ed Sheeran standa nú yfir á Laugardalsvelli og er óhætt að segja að góð stemning sé á svæðinu. Lögreglan er með töluverðan viðbúnað í Laugardal, en fram til þessa hefur allt gengið mjög vel fyrir sig og fólk verið til mikillar fyrirmyndar.