12 Nóvember 2007 12:00

Brot 107 ökumanna voru mynduð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar frá fimmtudegi til mánudags en þessari tilteknu vöktun lauk nú fyrir hádegi. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Kringlumýrarbraut í suðurátt og yfir fyrrnefnd gatnamót. Á umræddu tímabili fóru 31.535 ökutæki þessa akstursleið og því óku mjög fáir ökumenn, eða 0,03%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 77 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Tuttugu og þrír óku á 80 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók var mældur á 98. Samkvæmt þessari vöktun virðist vera gott ástand á gatnamótunum hvað umferðarhraða varðar.

Samhliða var einnig fylgst með því hvort ekið væri gegn rauðu ljósi á þessum gatnamótum. Fjórtán ökumenn reyndust sekir í þeim efnum og er það sömuleiðis afar lágt hlutfall.