25 Október 2012 12:00

Stöðubrot í Reykjavík eru ekki ný af nálinni, en þó hefur þokast í rétta átt í þeim efnum. Þetta er rifjað upp aftur hér því fyrr í dag minnti lögreglan ökumenn á, sem ætla á landsleik Íslands og Úkraínu í kvöld, að leggja löglega. Raunar hefur ekki verið svo mikið um stöðubrot í tengslum við landsleiki á Laugardalsvellinum í haust og má það e.t.v. þakka ítrekuðum tilmælum lögreglunnar. Vonandi verður framhald á því enda er batnandi mönnum best að lifa. Til gamans birtum við hér mynd úr umferðinni í Reykjavík á því herrans ári 1947, en þetta var algeng sjón á þeim tíma.