5 September 2019 11:44

Átaksverkefnið Göngum í skólann var sett í gær, en markmið þess er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla. Göngum í skólann er orðið að árlegum viðburði í mörgum skólum og á síðasta ári skráðu 73 skólar sig til leiks. Vonandi verða þeir enn fleiri þetta árið, en átaksverkefnið býður m.a. upp á lærdómsríka og skemmtilega leið fyrir nemendur til að fræðast um umferðarreglur, öryggi og umhverfismál.

Göngum í skólann