2 September 2020 12:32

Verkefnið Göngum í skólann á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands ásamt samstarfsaðilum var sett í Breiðagerðisskóla í morgun að viðstöddum góðum gestum.

Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn fóru ásamt lögreglumönnum og hleyptu verkefninu af stokkunum með þeim Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra Samgöngustofu og Þráni Hafsteinssyni, formanni Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ.

Við setningu verkefnisins ræddi Halla Bergþóra við börnin og bað þau meðal annars um hjálp við að minna foreldra á umferðarreglurnar og að passa að foreldrar væru ekki símanum við akstur.
Embætti ríkislögreglustjóra er samstarfsaðili að verkefninu sem má kynna sér á hlekknum. http://www.gongumiskolann.is/