13 Maí 2023 13:04
Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík dagana 16. til 17. maí. Af öryggisástæðum verða götur í kringum Hörpu *lokaðar fyrir umferð ökutækja* á meðan á fundinum stendur. Einhverjar truflanir verða á umferð og jafnvel styttri lokanir á götum eða akreinum frá laugardeginum 13. maí þegar verið er að setja upp lokunarbúnað.
Hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli.
Þá má gera ráð fyrir umferðartöfum um *allt höfuðborgarsvæðið* vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli á þessum dögum. Áhrifin verða hvað mest síðdegis á þriðjudeginum og miðvikudeginum.
(Af fésbókarsíðu utanríkisráðuneytisins)