31 Ágúst 2011 12:00

Enn er verið að stela gaskútum á höfuðborgarsvæðinu en allnokkur slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglunnar undanfarnar vikur. Eigendur gaskúta ættu því að gera ráðstafanir ef þeir mögulega geta, ekki síst þeir sem eru með gaskúta á fellihýsum sínum. Sjaldgæfara er hins vegar að gasgrillum sé stolið en sú var samt raunin í gær þegar grill var tekið ófrjálsri hendi af sólpalli við hús í Grafarvogi.