29 Ágúst 2003 12:00
Móttakandi: Fjölmiðlar
Sendandi: Lögreglan í Reykjavík
Dagsetning: 29 ágúst 2003
Efni: Gripdeild í Íslandsbanka Eiðistorgi
Lögreglu barst tilkynning kl. 13:27 í dag um að ungur karlmaður hefði komið inn í Íslandsbanka Eiðistorgi 17, gripið peningabúnt sem var á afgreiðsluborði staðarins og gengið út úr bankanum. Starfsfólk bankans veitti manninum athygli og handtók lögreglan karlmann fæddan 1978 skömmu síðar og flutti til yfirheyrslu.
Rannsókn málsins er á frumstigi og munu frekari upplýsingar verða veittar síðar.
Fhl
Karl Steinar Valsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn