5 Júní 2015 13:33

Fyrr á þessu ári hóf lögregluskóli ríkisins, í samstarfi við tæknideild lögreglu skipulagningu á þriggja lotu grunnnámskeiði tæknirannsókna. Markmið námskeiðanna er að auka við og viðhalda þekkingu og færni rannsóknarlögreglumanna til að vinna tæknivinnu á vettvangi afbrota, en á reglulegum fundi lögreglustjóra höfðu komið fram óskir um að slíku námskeiði yrði komið á laggirnar.

Hver lota er vikulöng og fyrir skemmstu lauk fyrstu lotu þar sem áherslan snéri að lögregluljósmyndun og blóðferlafræði. Meðfylgjandi myndskeið gefur innsýn í lotuna.